<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 30, 2003

svampe svampe svampe

Ég er alveg búin að fá nóg af þessu blessaða prófi...og það eru ennþá 2 dagar í það! Úffff
Var að taka smá próf á netinu og ég fékk 6, sem er lágmarkið!!!! íííííík...en ég gerði það reyndar mjög hratt og var ekkert að fletta upp neinum dönskum orðum... ehe, þetta reddast.

Það eru samt bara sældardagar framundan, um leið og þetta próf er búið....kl. 11:30 á föstudaginn.

Helgin verður tekin með trompi! Nei engin afslöppun, bara brjálað djamm. Harpa vinkona er að koma að heimsækja mig á föstudaginn, veeeeeeeeeeeeeeeeeeeeiii!!!!!! jibbíííííííííííí!!! Það bíður hennar þéttskipuð dagskrá af endalausum skemmtunum hehe.
Svo koma bara 4 dagar í skólanum í næstu viku og svo Haustfrí, jeij :o) Búin að fá flugmiðann til Mílanó. 10 dagar á Ítalíu, meira jeij!

fimmtudagur, september 25, 2003

Ég er lasin
Já ég held að Hrebbna hafi smitað mig í gegnum msn í gær. Ég missti víst af krufningu þráðorma í dag...aumingja ég!

Fyrirlesturinn í gær var algjört disaster! Þar sem við fengum bara 5 mínútur, þá fékk ég að tala aðeins á ensku en fólkið skildi bara ekki baun í bala...ég talaði víst aðeins of hratt fyrir þeirra smekk! Kommon, ég vissi að fyrirlesturinn var alltof langur svo ég var bara að reyna að gera minn skerf í að kötta þetta niður. Ég var semsagt sú eina sem stytti minn hluta. Kasper og Heidi áttu að gera það líka, en staðinn þá töluðu þau bara ENNÞÁ meira. Hallóóóó! Kennarinn var með svona egg, þið vitið svona sem maður getur stillt tímann þegar maður er að baka eða e-ð. Ég talaði um minn hluta fyrist...59sek, geðveikt stolt af mér....eggið hringdi eftir 5 mín og þau tvö þarna héldu bara að hjakka í sama farinu: "ehh jaaaaá...ooooog svooooo.....hmmmmm hvaaaaad?"....kominn frekar skerí svipur á kennarann... og svo gátu þau ekki svarað sínum spurningum!! aaaaarg ég hef aldrei lent í öðru eins. Hah! þetta er sko ekki búið, hvað haldiði að þau hafi sagt eftir fyrirlesturinn?! "Hei Súlvæj, tókstu eftir því að það var klappað tvisvar hjá okkur.....?"

þriðjudagur, september 23, 2003

Ef þú sérð bara hluta af síðunni, lokaðu þá bara glugganum og reyndu aftur
Veit ekki alveg hvað þetta er, en það er stundum e-ð vesen, sérstaklega ef maður kemur frá link af annarri síðu!
Rafmagnslaust í København

Já rafmagnið fór af á öllu Sjællandi og suður Svíðþjóð líka. Klukkan var hálfeitt og ég var í zoologi tíma og nýbúin að kryfja krabba og kennarinn var að pota í e-a glæru og tala eitthvað morfologi þessa krabba...þegar "búmm" öll ljós slokknuðu og...hvað heitir þetta aftur...glæruljóskastarinn þið vitið...jiii ég man ekki. Anyway það virkaði auðvitað ekki. Þannig að hann fékk bara einn af hinum til að skrifa á töfluna í staðinn. Við erum sko alltaf með ca. 3 kennara í verklegu, einn sem er aðal og svo 2 sem eru að útskrifast úr ákveðnu sérfagi.

Frábært! Við erum með fyrirlestur á morgun og ætluðum að klára hann eftir skóla en það var auðvitað ekki hægt því við erum með allt á power-point! Best að drífa í því núna.

Voðalega er maður e-ð háður þessu rafmagni. Þegar ég kom heim þá komst ég ekki á netið, gat ekki kveikt á þvottavélinni (belive me, ég reyndi!), gat ekki soðið vatn fyrir núðlurnar sem ég ætlaði að borða í hádegismat. Þá gafst ég nú bara upp og fór og lagði mig, hehe. Rafmagnið kom aftur á klukkan hálfsjö, jeij! Ég var nú hálfvegis að vona að það myndi ekkert koma í dag, þá þyrftum við kannski ekki að halda fyrirlesturinn á morgun, tíhí. Nei nei þetta reddast, vandamálið er bara að kötta hann niður, því þeir voru svo anstyggilegir að gefa okkur bara 5 MÍNÚTUR!! Það er ógeðslega erfitt að troða öllu að, á svona stuttum tíma.

mánudagur, september 22, 2003

Vúpsí vúpsí!!
Jiiiii haldiði ekki að ég gleymi að setja greyið Luca inn á síðuna!! Sumir móðgaðir, tíhí sorry elskan!! Það er nú reyndar ekkert merkilegt þarna nema ein mynd af mér! haha!! Og svo einhverjar myndir af honum og vinunum síðan hann var 17 ára, tíhí soltið krúttlegt. Já og svo stelpurnar að leika fyrirsætur, það er víst einn ljósmyndari í hópnum. Svo er hann eitthvað að þykjast vera góður í að gera heimasíður, ehe ókei þá, hann fær víst meira borgað fyrir það en ég en samt...
Ef þú skrifar ekki í gestabókina þá færðu vírus á tölvuna þína!!

buhuhu það er kominn HEILL dagur og enginn búinn að skrifa í gestabókina mína! Ég er afskaplega sorgmædd akkúrat núna. Tíhí, Sólveig farðu að læra og hættu að hanga á netinu! Æi það er bara svo erfitt þegar maður er með þetta beint fyrir framan sig. Vill einhver segja mér leyndarmálið? (og ekki segja mér að taka internetið úr sambandi, því það er.....ehhh sko ekki hægt, alveg satt!

Ég á 3 filmur sem bíða eftir að komast í framköllun og á disk svo þær komist á myndasíðuna. Er bara með smá verðkönnun í gangi. Komst að því að ég er búin að eyða aaaaaðeins of miklum pening. Ekki segja mömmu! Ég er ekki búin að þora að kíkja á einkabankann frekar lengi, ég myndi líklega fá hjartaáfall og þá er nú betra að vera í afneitun. Man reyndar ekki alveg hvað er á þessum filmum. Ein þeirra er allavega frá því rétt áður en ég fór út og svo Rustur og svo hef ég grun um að ein sé frá Gúrkukvöldinu fræga. En þeir sem voru þar vita væntanlega að þær verða ritskoðaðar fyrst hehehe...

Það eru bara 17 dagar í fyrsta fríið mitt! Pælið í lúxus að fá allskonar svona frí, bæði haustfrí og milliannarfrí áður en ég fer í jólafrí. Ójá, þarf að komast að því hvenær ég fer í jólafrí svo ég gæti nú keypt flugmiða í tíma.

Gaman, gaman, það vilja allir koma að heimsækja mig. Amma kom um daginn og Katla er búin að koma (sjá myndir) og svo fæ ég kannski aðra heimsókn frá Íslandi eftir svona 11 daga!! víííííí. Svo ætlaði Luca að koma í haustfríinu en foreldrar hans eru víst að stinga af til Róm og hann þarf að sjá um bissnessinn á meðan svo ég býst við að fara til Ítalíu í staðinn, fæn bæ mí :o) Svo held ég að mamma vilji líka koma í heimsókn. Allavega fannst henni rosa sniðugt að hafa afsökun til að fara bæði til London og Kaupmannahafnar...



sunnudagur, september 21, 2003

Læridagur
Voðalega er þessi klukka e-ð leiðinleg. Reyni að laga núna...dúddírúú. Jaá ég á víst að vera að læra en það er einhver sunnudagsleti í mér. Reyndar afskaplega auðvelt sem ég á að gera, bara skrifa smá fyrirlestur um penicillin. Ekkert mál að finna heimildir og svoleiðis, en gamanið kárnar á þriðjudaginn því þá eigum við að flytja fyrirlesturinn úfff, sem betur fer erum við 3 saman í hóp þ.a. ég þarf ekki að standa ein eins og bjáni og reyna að babbla um Alexander Fleming á dönsku.

Í gær fór ég í matarboð í...eeeeh voðalega er erfitt að muna þessi nöfn, Genlöse getur það ekki verið? Æi vattever...Við fengum austurlenskan wok mat, namminamm, súrsætt og kjúklingur og grænmeti og svoleiðis, þið kannist við þetta. Og svo slátruðum við bara smá rauðvíni og tókum því rólega. Vaknaði eldsnemma í morgun en er barasta ekki búin að koma neinu í verk...oj bara það er fluga á brauðsneiðinni minni!!!

Búin að bæta við nokkrum fleiri linkum hér til vinstri og svo er ég að búa til myndasíðu akkúrat núna. Ég er bara búin að setja 2 albúm en kannski ég bæti henni samt við á eftir.
Vúpsí, var víst óvart með password á myndasíðunni, ehe okei búin að laga núna svo þið getið kíkt á þetta litla sem er komið!
Læridagur
Voðalega er þessi klukka e-ð leiðinleg. Reyni að laga núna...dúddírúú. Jaá ég á víst að vera að læra en það er einhver sunnudagsleti í mér. Reyndar afskaplega auðvelt sem ég á að gera, bara skrifa smá fyrirlestur um penicillin. Ekkert mál að finna heimildir og svoleiðis, en gamanið kárnar á þriðjudaginn því þá eigum við að flytja fyrirlesturinn úfff, sem betur fer erum við 3 saman í hóp þ.a. ég þarf ekki að standa ein eins og bjáni og reyna að babbla um Alexander Fleming á dönsku.

Í gær fór ég í matarboð í...eeeeh voðalega er erfitt að muna þessi nöfn, Genlöse getur það ekki verið? Æi vattever...Við fengum austurlenskan wok mat, namminamm, súrsætt og kjúklingur og grænmeti og svoleiðis, þið kannist við þetta. Og svo slátruðum við bara smá rauðvíni og tókum því rólega. Vaknaði eldsnemma í morgun en er barasta ekki búin að koma neinu í verk...oj bara það er fluga á brauðsneiðinni minni!!!

Búin að bæta við nokkrum fleiri linkum hér til vinstri og svo er ég að búa til myndasíðu akkúrat núna. Ég er bara búin að setja 2 albúm en kannski ég bæti henni samt við á eftir.

laugardagur, september 20, 2003

Tónleikar í Tivoli
Ókei núna er þetta allt að koma. Barasta komin með svona comment-dót og teljara og allt! Vúhú! Þannig að núna megið þið alveg skrifa e-ð sætt handa mér, en það má sko bara vera eitthvað skemmtilegt. Ég vil ekki heyra orð um hvað síðan mín er amatörleg hehe.

Í gær fór ég í Tivoli. Víííííííí. Ég hef sko ekki komið þangað síðan ég var sjö ára svo ég byrjaði á því að finna gíraffann minn í hringekjunni. En fólkið sem ég var með sá ekki alveg nostalgíuna í því að klifra upp á gíraffann! Þetta var alveg æðislegt, við komum um sjöleitið og svo byrjaði að skyggja og þá varð þetta algjört ævintýraland, allt baðandi í marglitum ljósum. Ég var alveg eins og lítill krakki.....og svo fékk ég kandífloss tíhí.

Klukkan tíu kom restin af liðinu. Aðalatriðið var semsagt að fara á tónleika með Carpark North. Veit ekki hvort þetta er spilað á klakanum en þetta er víst það allra heitasta hér í Baunalandi. Vinsælasta lagið heitir Glass Transparent. Heidi vinkona mín er alveg æst í þessa stráka þ.a. við tróðum okkur alveg fremst, sem mér fannst afskaplega lofsvert af okkur þar sem það var alveg ógeðslega mikið af fólki þarna. Þeir voru bara mjög fínir, skemmtileg tónleikahljómsveit. Það var reyndar tvennt sem olli því að ég átti erfitt með að einbeita mér að tónlistinni. Í fyrsta lagi stóð einhver gella fyrir aftan mig sem öskraði eins og gömul geit allan tímann, og svo var ég alveg að pissa í buxurnar eftir þennan eina, rándýra bjór sem ég hafði drukkið áður, 55 krónur ertu að grínast í mér?! Rán!! Gott að það er að loka núna, hehe.

Eftir tónleikana var skundað á biobar til að ná sér í aaaðeins ódýrari bjór. Biobar er, eins og nafnið ætti að gefa til kynna, fredagsbar fyrir líffræðinema. Ótrúlega krúttilegur og lítill bar á háskólasvæðinu mínu niðrí bæ, í Botanik park. Þar kostar bjórinn 8 krónur!

Í kvöld verður því tekið rólega. Ég er að fara í matarboð eitthvert "út á land". Út á land er semsagt allt fyrir utan zone 2 tíhí. Þetta er nú ekki svo langt. Hálftími í frekar hægfara lest. Ætli þetta sé ekki svipað og ofan úr bæ og uppí Grafarvog hahaha. En núna er ég sko svo mikil miðbæjarrotta. Hef reyndar ekki hugmynd um hvert ég er að fara því ég er svo léleg í danskri landafræði. Á að fara í lest H og út....ehhh æi það stendur í sms. namminamm það verður gaman að fá góðan mat. Mín matseld er ekki upp á marga fiska og samanstendur af frosnum pizzum og núðlum! Verð víst að fara að læra að gera eitthvað. Læt Luca taka mig í matreiðslukennslu þegar hann kemur í heimsókn.

Vúpsí ég er orðin of sein, best að hoppa í sturtu og hlaupa svo í strætó. Ójá ég er sko komin með voða flott strætókort með mynd og alles sem ég er ótrúlega montin af :o) Ég kaupi mér samt örugglega hjól og þá verð ég rosa snögg á milli staða, svo ég tali ekki um ótrúlega hipp og kúl, því það er frekar lummó að vera alltaf í strætó!

fimmtudagur, september 18, 2003

Jæja, þá er komin smá frumútgáfa af þessu fína bloggi mínu :o) vííí gaman! Hrebbna ætlar að hjálpa mér að gera þetta voða flott af því að hún er svo klár! Heppin ég, yes!! Og svo ætla ég að reyna að vera dugleg að skrifa hérna inn allt þetta skemmtilega sem ég er að gera hér í Danaveldi svo þið getið nú fylgst með mér.
testing einn tveir þrír

This page is powered by Blogger. Isn't yours?