<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 26, 2003

smá tímamisskilningur í gangi
Í dag átti ég að hitta alger-hópinn minn klukkan tólf í Botanisk Have. Ég voða dugleg og fór snemma á fætur, þeir sem þekkja mig vita að ellefu er mjög snemma fyrir mig á sunnudegi. Ég skokkaði léttfætt í strætó, enda sól og blíða þótt það væri bara 5 stiga hiti. Hmmm, ætli klukkan í strætó sé biluð, 10:50 það passar ekki, nú jæja. Ehemm fleiri klukkur bilaðar á leiðinni, fór að gruna ýmislegt. Fór inn á kaffihús til að staðfesta grun minn. Ójú í nótt skiptum við yfir í vetrartímann, þ.a. klukkan var bara ellefu þótt hún væri tólf hjá mér. Damn! Nújæja ég ætlaði bara að setjast niður á fá mér kaffi á meðan ég biði, en þá hringir Heidi og segir að þau séu öll að bíða eftir mér! Semsagt, ekki einn einasti Dani í hópnum mínum vissi að tímabreytingin var í nótt, tíhí gott fyrir mig :o)

Við röltum niðrað sjó til að taka þörungasýni. Engin hafmeyja, hún er víst í viðgerð eftir enn eitt sprengjutilræðið. Danirnir vilja bendla þetta við 11.september hehe. Heidi datt í sjóinn og rennbleytti annan fótinn, átsj kalt. 2 mínútum seinna datt Japani líka í sjóinn og rennblotnaði, hahaha smá hughreysting fyrir Heidi.

Annars var ég ótrúlega dugleg um helgina, fór bara á djammið á fimmtudaginn. Víííí klapp á bakið. Næsta helgi verður víst enn slappari, því þá eru bara nokkrir dagar í próf.
Oh glatað, ég fer í 2 lokapróf, sama dag! Annað klukkan 10 og hitt klukkan 12!!

fimmtudagur, október 23, 2003

Myndir þú kryfja frosk?
Aðeins meira um mínar krufningar.
Hafiði ekki tekið eftir því að í 90% bandarískra unglingamynda, sem gerast í skólum, kemur upp sú siðferðisspurning hvort það sé ljótt að kryfja froska?! Þessi litlu, grænu, slímugu elskur. Tja ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið e-ð verra en öll hin dýrin sem ég er búin að kryfja, meðan ég var að klifra upp þróunarstigann síðustu 2 mánuði. Ókei manni brá nú pínulítið þegar hjartað byrjaði allt í einu að slá upp úr þurru, og lappirnar kipptust svona skemmtilega til þegar maður potaði í taugarnar, tíhí. Furðulega þrjóskir þessir froskar. Þeir voru semsagt drepnir í gær af drápsóðum líffræðiprófessorum. Þeir skáru á mænuna og þurftu að troða pinna niður í mænugöngin, annars myndu þeir sprikla látlaust næstu sólarhringana og hræða litla líffræðinema.

Vissuð þið að í Japan er til froskur, eða salamandra sem er einn og hálfur metri?! Ég held meira að segja að þeir geti orðið stærri ( Kim vildi meina 4 metrar eeeeen ég er nú ekki alveg viss!) en þessi sem við vorum með var allavega ca 1.5m. Hann var víst eldgamall og búin að liggja í formalíni aðeins of lengi. Var alveg hvítur og lyktaði alveg viðbjóðslega. Ég er ekki enn búin að venjast þessarri vibba lykt af formalíninu.


Jeij, það er kominn föstudagur! Júhú helgin byrjar sko á fimmtudögum hjá mér, því það er enginn skóli á föstudögum. Haha 2 föstudagar í hverri viku hjá mér.
Við förum yfirleitt á stúdentabar á fimmtudögum. Ætlum víst að prófa nýjan í kvöld...

þriðjudagur, október 21, 2003

Þorskadagurinn mikli
Ég borða ekki oft þorsk, og kryf hann mun sjaldnar. En þemað í dag var þorskur.
Við byrjuðum á hryggdýrunum í dýrafræði í dag, byrjuðum á fiskunum og þorskurinn var aðalnúmerið. Klukkan átta fór ég í fyrirlestur um innri byggingu fiska, þorskurinn að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Milli níu og ellefu var gat og þá las ég kaflann um þorskinn því ég "gleymdi" að gera það í gær. Klukkan ellefu skundaði ég upp í lab og þar tók á móti mér þessi yndislega fiskifýla, nei afsakið; þorskailmur. Sama efni, annar kennari, svo annar klukkutími af þorskatali. Og svo var komið að aðalatriðinu, ýtarlegar leiðbeiningar um hvar á að skera fyrst, bera kennsl á öll líffærin, úps Heidi skar óvart í hjartað, allt í blóði, pínuponsuheili og fyndin innri eyrnarbein, Heidi spurði mig hvort ég vildi eiga þau, "nei þakka þér fyrir", Heidi tók beinin með heim, held að hún hafi líka tekið augnlinsuna, er sko eins og lítil gegnsæ perla, veit ekki alveg hvað hún ætlar að gera við þetta, kannski föndra skartgripi...Kim tók restina af þorsknum okkar, grunar að örlög hans feli í sér smjör og pönnu, þorsksins sko, ekki Kims.

Foreldrar hennar Söru (stelpan sem ég bý með, fyrir þá sem ekki vissu) eru í heimsókn. Þau eru norsk og frekar fyndið lið. Mamman með alltof stóra og gervilega skartgripi og pabbinn myndi sóma sér vel með skipperhúfu á litlum bát. Mamman voða góð og eldaði fyrir okkur. Og hvað ætli hafi verið í matinn?! Nú auðvitað þorskur sem þau komu með frá Noregi! Ég hafði ekki hjarta í mér að segja þeim frá krufningu dagsins. Afskaplega góður matur. Ég og pabbinn komumst að samkomulagi um að þorskurinn væri blendingur, þe hálf íslenskur og hálf norskur. Pabbinn ákvað að ég væri sérfræðingur í íslenskum sjávarútvegi af því ég er nú einu sinni Íslendingur. Ég náði einhvern megin að klóra mig út úr þessum samræðum þegar þær voru komnar út í Evrópusambandið. Flúði inn í herbergi eftir matinn undir því yfirskyni að ég ætti eftir að lesa ótrúlega mikið fyrir morgundaginn. Æi það er víst satt, úps. Sara kom með súkkulaðiköku handa mér namminamm.
Ég held að ég hafi fengið minn skerf af þorskum fyrir þetta árið, takk fyrir...

mánudagur, október 20, 2003

komin heim
Já ég er komin heim en það er frekar sorglegt. Jæja ég þarf víst bara að skella mér beint í lærdóminn, það er nóg að gera á því sviði. 2 lokapróf eftir rúmar 2 vikur íííííííííík...
oh það ætti að banna frí, það er svo leiðinlegt þegar þau eru búin. Hmmm ég get bara talið dagana í næsta frí og farið að plana hvað ég ætla að gera þá, bíddu...jiiiiii bara 18 dagar, okei kommon Sólveig þá er þetta nú ekkert mál, bara vera dugleg að læra og (lítið sem) ekkert djamm. Ahhh mér líður mun betur núna :o)

Það var alveg æðislegt í fríinu. Síðast ferðuðumst við Luca svo mikið; Mílanó, Flórens, Pisa, Siena, og við sáum örugglega 90% af Toscana. Þannig að við ákváðum að vera bara í Torino mest allan tímann. Það er líka nóg að gera þar, rölta niðrí bæ, verlsa, fara út að borða og gott næturlíf, ef þú vilt djamma á þriðjudegi þá er það ekkert mál. Reyndar aaaaaðeins öðruvísi djammið þarna heldur en heima eða hér í Köben. Mjög sjaldgæft að sjá drukkið fólk. Allir ótrúlega elegant.
Fórum reyndar aðeins út í sveit til að heimsækja ömmu og afa, úff ég er ennþá södd.

Minnir mig á það, ég leit inn í ískápinn áðan, jeij 2 laukar, tómatsósa og eitthvað furðulegt pulsuálegg. Best að fara að versla. Æi það er svo kalt, ég nenni ekki út. Ætli ég geti ekki fengið svona heimsendingarþjónustu eins og gamla fólkið. Kannski get ég fengið lánaða eina gamla konu tíhí.

Muna: kaupa þykkan jakka eða úlpu, gallajakkinn er ekki að gera góða hluti akkúrat núna....

fimmtudagur, október 16, 2003

hallo eg aetla bara adeins ad lata heyra i mer. Er enntha a italiu. Rosalega gaman, bara slappa af, borda godan mat og hafa thad gott. Eg tharf vist ad hverfa aftur til raunveruleikans a sunnudaginn, buhuhu. Jaeja c'est la vie....

fimmtudagur, október 09, 2003

Það er alveg ótrúlegt hvað ég er alltaf í miklum vandræðum með að pakka fötunum mínum ofan í ferðatösku. Sko það er nauðsynlegt að hafa úrval. Ég meina þegar ég er að fara út á kvöldin þá verð ég að geta valið í hverju ég á að fara. Og svo þarf maður náttlega mismunandi för fyrir mismunandi tækifæri. Td. 3 jakka, því ekki get ég farið í sama jakka á veitingastað sem ég var í um daginn bara að tjilla niðrí bæ!! Stutt pils fyrir djammið, síðari fyrir fínna, buxur og peysu ef það skyldi kólna, djammboli og venjulega boli. Svo nenni ég ekki að þvo, þ.a. sokkar og nærbuxur fyrir 10 daga taka slatta af plássi. Og ég tala ekki um allskonar snyrtidót sem maður verður að taka með. Ég skil ekki fólk sem kann að pakka létt. Þau hljóta að eiga smækkunarvél.... Annars er þetta nú ekkert undarlegt með mig. Þegar fjölskyldan mín fer upp í sumarbústað þá þurfa þau helst að leigja vagn aftan á bílinn fyrir allt draslið, hehe

Jæja en þetta reddast nú samt alltaf á endanum. Það er bara sest ofan og töskuna því hún skaaaaal lokast.

mánudagur, október 06, 2003

Ekki örvænta, ég er ennþá lifandi

Bara búin að vera ótrúleg busy þessa helgi. Ókei first thing first. Mér gekk alveg ótrúlega vel í prófinu. Ég vissi alls ekki hverju ég átti að búast við þ.a. ég var mjög hamingjusöm þegar ég skildi allt og gat svarað nánast öllu...á dönsku! Vei ég er svo klár :o)

Eftir prófið fórum við í bjórleiðangur. Þurftum semsagt að kaupa sem flestar sniðugar bjórtegundir. Svo fórum við í dýragarðinn og drukkum með dýrunum. Tíhí maður þurfti t.d. að hafa giraf bjór með gíröffunum og svo var ég með einhvern bangsabjór fyrir ísbjörninn osfrv. Jii vissuð þið að ísbirnirnir eru rúmlega þrítugir?!

Anyway, fór á Hovedbanegården klukkan sjö til að taka á móti Hörpu. Við skemmtum okkur alveg ótrúlega vel um helgina, brjálað djamm allan tímann! Fórum á biobar á föstudagskvöldið, í bbq party, hjá strák sem er með mér í bekk, á laugardeginum og fundum svo alveg geggjaðan skemmtistað í gær, bara rétt hjá mér. Það var live tónlist alla nóttina. Einhverjir rapparar frá Jamaika. Ótrúlega flottir.

Fúff ég er alveg uppgefin eftir helgina.
Núna er bara skóli í 3 daga í viðbót og svo er ég komin í frí. Veeeeeiiiii

miðvikudagur, október 01, 2003

ókei setti Húsavíkurmyndirnar líka, skrifa commentin seinna...
nýjar myndir

Ég náði í 3 filmur úr framköllun í dag. Búin að setja kveðjupartýmyndirnar inn á myndasíðuna. Hinar koma seinna, nenni ekki að gera meira í dag, hehe.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?