<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Ég var afskaplega dugleg þessa helgi, varð að vinna upp djammleysið síðustu helgi.
Á litlaföstudag fór ég á kaffihús með Söru og nokkrum vinum hennar. Ágætisfólk, þrátt fyrir að vera norsarar! En einn bjórinn leiddi af öðrum svo þetta endaði bara í ágætisdjammi og pulsu í seven-eleven.

Á flöskudaginn sjálfann fór ég að sjálfsögðu á Biobar eins og sönnum líffræðinema sæmir. Það nennti reyndar enginn að vinna svo þau lokuðu klukkan tólf. En þá fór ég bara í bæinn með nokkrum úr bekknum. Ég er orðin svaka góð í bordfodbold mar. Þetta er einskonar þjóðaríþrótt hérna.
Hei já hitti gamlan mr-ing. Ótrúlegt hvað það er mikið af Íslendingum hérna.

Talandi um Íslendinga þá fór ég í Íslendingapartý í gær hjá Hrefnu frænku. Sko ekki frænka mín heldur Kötlu, en það er ágætt að kalla hana frænku til að rugla ekki saman við Hrebbnu með béi, en hún er audda í Flórída og heldur víst ekki mörg Íslendingapartý. Tíhí

Jiii best að drífa sig í háttinn ef ég á að ná að vakna klukkan sjö á morgun.
úú svo er P-day á morgun líka! já rétt hjá þér, piparkökudagur! Mamma er búin að senda mér fjölskyldu-uppskriftina þa. að þetta lítur bara vel út.

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Vúbsí vúbsí
ehe ég var barasta næstum alveg búin að gleyma þessu blessaða bloggi. Takk fyrir áminninguna Hrebbna.
ókei hvað er búið að gerast síðustu 2 vikur? Hmmm jamm Luca var hérna í viku. Það var ótrúlega gaman hjá okkur. Við vorum nú bara mest heima að kúra en við kíktum samt aðeins á lífið um helgina og svo fórum við líka nokkrum sinnum út að borða, svona aðeins til að yfirgefa íbúðina.

En núna er ég byrjuð í skólanum aftur, komin á önn 2 af fjórum. Stærðfræði, tölfræði og vistfræði. Ágætis upprifjun úr MR stærðfræðinni, allavega fyrsta vikan. Ég vona að þetta fari nú ekki út í e-a vitleysu og ég þurfi að læra e-ð nýtt!

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

ííí ég er að komast í svaka jólaskap. Fór í bæinn í gær. Það er komið fullt af jólaskrauti, en það er ekki búið að kveikja á ljósunum yfir göngugöturnar. Lallalaaa gaman gaman, ég þarf að fara að kaupa jólaskraut og jólaljós til að gera íbúðina mína soltið kósý.

jáh hver haldiði að sé á leiðinni? Luca hringdi í gær og tilkynnti að hann væri að kaupa miða hingað. Vííí gaman að fá svona surprise. Ætli hann sé ekki bara að lenda cirka núna.
Jæja ég farin að taka á móti honum...

laugardagur, nóvember 08, 2003

veiiiiiii ég er komin í frí
Til hamingju með það Sólveig mín! Hvernig gekk þér svo? Nú, það er nú svei mér gott hjá þér!

Ég verð víst að sjá um þetta sjálf fyrst þið hafið ekki áhuga.
Annars finnst mér afskaplega undarlegt að fólk skuli ekki hafa meiri áhuga á mínu lífi, eins og það er skemmtilegt.

Gærkvöldið var ekki eins kreisí og maður hefði haldið þar sem allir voru dauðir eftir próflestur. En það verður bætt upp í kvöld.
Óli man er í bænum og við ætlum að taka K59 með trompi..... já já ég veit að við erum bara 2 en hvað eruð þið búin að fara í mörg K59 partý síðan við fórum? Hah!

Það er norsaraþema heima hjá mér núna. Fullt af einhverjum norsurum hér í partýi. En ég skil þá alveg, þetta er bara eins og óskýr sænska. Æi já ég má víst ekkert vera að bendla mig við Svía hérna. Ég er búin að komast að því að restin af norðurlöndunum hata hvert annað. Ísland nær ekki inn í þetta, það sem við erum óþekkt og ókönnuð þjóð út í rassgati. Danir hata Svía og Norðmenn. Norsarar hata Svía og Dani. Og Svíar hata Norsara og Dani. Frábært, æðislegt. Gott að vera Íslendingur. Ég gæti verið frá Úsbekistan þeirra vegna.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

ókei bara einn dagur eftir...

ég ætti að lifa þetta af...

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

já já ég veit ég er löt...það er bara ekkert mikið skemmtilegt að gerast akkúrat núna, er að drukkna í bókunum, próf dauðans á föstudaginn...nei afsakið TVÖ próf dauðans á föstudaginn. Jibbí! svo er þessi prumpusíða bara leiðinleg, maður sér bara efsta hlutann. Það er víst kominn tími til að fá professionalist í þetta.

Fór á Kill Bill um daginn. Gaman að þessu, það ætti samt að banna að sýna myndir í bíó sem koma ekki með endinn fyrr en í febrúar!

Verð að sofa með ljósin kveikt í nótt. Var að horfa á einhverja ógeðslega mynd um morðóðann tannálf sem drepur fólk sem sér hann...en þolir víst ekki ljós, svo ég er seif, nema rafmagnið fari af.

Þegar ég var lítil sagði mamma að það væri ekki ekki falleg íslenska að segja "ske".... svo núna á ég voðalega erfitt með að troða þessu litla ljóta orði inn í setningarnar mínar...segi alltaf hender eða eitthvað álíka.

...hvarað ske, hvarað skeeee??!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?