<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 27, 2004

æi mar, ætlar þetta engan endi að taka. Eina ánægjan þessa dagana er þegar ég kem út úr prófi og er nokkuð viss um að hafa landað því. Og þá glittir aðeins í endann á þessu. Stærðfræðiprófið var furðuauðvelt í dag en tölfræðin var pínu erfiðari....líklega vegna þess að ég var barasta ekkert búin að læra í því.

Jæja nóg um það, næsta próf á fös.

Allt ömurlegt í dag, kemst ekki til Ítalíu eftir 10 daga eins og planað var, heldur þarf að bíða með það í ca. mánuð. Snökt snökt.

Ái ég var að hjóla heim í dag og þurfti að svara í símann. Svo ég tók af mér vettlinginn í 2 mínútur og höndin mín fraus í gegn og datt af!

föstudagur, janúar 23, 2004

Geeeeiiisp. Vá hvað þetta var pirrandi. Ég er búin að hanga uppí skóla síðan klukkan tíu í morgun með Heidi. Við þurftum að klára 2 skýrslur í tölfræði. áááái það er meira að segja vont að tala um þetta. Anyways til að gera langa sögu stutta þá lentum við í veseni með allt sem hægt var að flækja og allt bilaði sem gat bilað. En svo fékk ég pizzu, sem var mjög gott því ég var bara búin að borða einn tómat. Ekkert ætt til í kofanum.
Það verður ekki lært í kvöld og ég má ekki djamma því það eru próf.....svo.....ég er farin að sofa.
knúz

fimmtudagur, janúar 22, 2004

oh ég get ekki beðið þar til þessi próf eru búin. Já og svo má alveg fara að hlýna hérna. Strætógjaldi hækkaði rosalega mikið um daginn svo ég tími varla að fara í strætó, svo ég verð bara að hjóla út um allt í kuldanum.

Afmælið var mjög fínt. Sara sem býr með mér á afmæli sama dag svo við héldum upp á daginn saman. Vorum með 8 manns í mat, sem nb. ég eldaði en var samt mjög góður, þetta er allt að koma hjá mér. Svo kom slatti af fólki, bæði frá mér og henni og úr þessu varð þetta fína dansk/norska partý, þar sem enginn af Íslendingunum sem ég bauð kom. En ég verð víst að fyrirgefa þeim því ég sendi víst út boð 5 klst áður en partýið byrjaði. Við Sara gátum bara ekki ákveðið okkur strax hvort við ættum að hafa e-ð. Þið vitið, prófin og allt það.

Anyways, fór í óperuna í fyrradag (hjólandi!!). Rhinguldet eftir Wagner. Rosa flott. Det kongelige teater er æðislegt. Við sátum nú reyndar í allra ódýrustu almúgasætunum á 4. svölum, þar sem við erum fátækir námsmenn en það var alltílæ.

Skrifa bak við eyrað: Auglýsa afmælisdaginn daglega í 4 vikur á næsta ári. Fékk ekki eina einustu afmæliskveðju frá Íslandi á réttum tíma (nema frá familíunni auðvitað, takk kæra fjölskylda, sem by the way sendi mér fullt af pökkum)
fnusss

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Aukaverkanirnar farnar ad segja til sín

Ài ég er med strengi í lærunum og aum í rassinum eftir allt thetta hjólerí!! En ég harka thetta nú bara af mér. Vont en thad venst eins og hann segir.

Ég sit í sídasta tímanum fyrir upplestrarfrí. Greyid gaurinn, thad er enginn ad hlusta á hann, thad eru allir ad leika sér í tølvunum, tíhí. Úff ég held ad ég verdi hérna í alla nótt. Hópurinn minn á eftir ad klára thrjár skýrslur í pop.bio. Bløh, jæja thad er víst bara lærdómurinn sem bídur heima. Prófin eru ad lædast yfir mann.

Mig langar til ad minna á thann merkisdag n.k. laugardag. En thá er 17. janúar og eins og allir ættu ad vita thá verd ég 23 ára og ég ætlast til ad fá árnadaróskir og thess háttar. Their sem vilja vera gódir vid mig ættu ekki ad láta thetta tækifæri sér úr greipum ganga!!!
Hmmm já thetta var nú bara nokkud pent hjá mér. Thá er bara ad vona ad einhver lesi thetta í tæka tíd!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Ég fór í fyrsta skiptið á hjólinu mínu í skólann í dag. Þvílíkur munur, var bara nokkrar mínútur á leiðinni. Það setti reyndar smá strik í reikninginn að það var grenjandi rigning. En ég lét það sko ekki eyðileggja þennan stórmerkilega dag. Svo fór ég í hjólabúð á leiðinni heim og keypti allar ljósagræjurnar sem ég verð að hafa svo löggan stoppi mig ekki.
Fríið búið í bili

Ótrúlegt! Klukkan er bara hálf níu og ég er búin að vera vakandi í klukkutíma. Og ég á ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan tíu! Tíhí kannski vegna þess að ég fór að sofa klukkan níu í gær. Úff ég verð svo þreytt á að fljúga þótt það sé svona stutt flug.

Blöhhh ég lenti í verkfalli flugumferðarstjóra í Ítalíu í síðustu viku. Ég þurfti að bíða í 6 klst á Kastrup! Átsj. Það var nú frekar glatað að missa þennan dag en við gerðum nú bara gott úr því. Við tókum því nú bara mjög rólega þessa daga. Bara slappa af og hafa það gott. Og vorum alltof löt til að fara á djammið. Kíktum aðeins út til að hitta vini hans Luca á laugardaginn en það var svo mikill Hverfisbarafílingur á þessum stað svo við fórum bara heim. Svo lærðum við meira að segja alveg slatta þar sem við erum bæði að fara í próf núna. Noh dugleg!

Fórum niðrað sjó til "ömmu og afa" í mat á sunnudaginn. Það er nú reyndar bara 13°C hiti þar núna en það er samt mikill munur á veðrinu þar og inni í landi. Og það tekur bara 2 tíma að keyra þangað...á hraðbrautinni á 150. Borðaði fisk í fyrsta skiptið held ég á Ítalíu. Hann var rosalega góður og hann var líka veiddur um moruninn. Fiskimennirnir fara út á litlum bátum og koma svo strax í land og selja fiskinn. Þau hafa semsagt vetursetu í Andora sem er lítill bær við ítölsku rivieruna. Eins og svo margir aðrir bæir þarna. Nema það er mikið af gömlu fólki þarna, sérstaklega á veturna. Allir voða ánægðir með Nóa konfektið, tíhí.

Ahh ég er alveg endurnærð núna, fyrst eftir jólafríið og svo aftur frí í Torino. Ég ætti ekki að vera í vandræðum með að rúlla upp nokkrum prófum núna.
Tók myndir á nýju digital vélina mína svo ég skelli þeim á myndasíðuna fljótlega.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Jólin búin

jæja þá er ég komin "heim" til Köben.
Svaka fínt frí. Ætla nú ekki að stoppa lengi hérna. Fer nebblega til Ítalíu á morgun, hmmm það verður víst e-ð verkfall á flugvellinum á morgun. Ég vona að ég þurfi ekki að sitja og bíða í marga klukkutíma.

Það var svaka gott að koma aðeins heim. Ég var reyndar að vinna fullt. Fyrir jól var ég að keyra út jólapakka hjá póstinum. Afskaplega fín leið til að komast í jólaskap. Svo var ég pínu á slysó líka.

Hvað meir? Já bara þetta vanalega, liggja uppí sófa, horfa á sjónvarpið, borða Nóa konfekt og lesa jólabækurnar. Svo kíkti ég audda aðeins á djammið þess á milli.

Geiisp, úff ég er ekki ennþá búin að jafna mig. Ég þoli ekki þessi morgunflug, ég var auðvitað á seinustu stundu með allt og pakkaði nokkrum tímum áður en ég fór. Svo ég svaf ca. klukkutíma aðfaranótt þriðjudags. Svo var vélin stútfull og ég lenti aftast í miðjusæti og það var veggur beint fyrir aftan sætið svo ég gat ekki hallað því aftur. Átsj þetta fer alveg í bunkann fyrir verstu flug ævi minnar.
En ég var svo heppin að vera samferða Guðmundu og hún var svo sæt að hjálpa mér með draslið mitt. Tók sko hjólið mitt með mér út.

Undur og stórmerki, það snjóaði svona svakalega hérna í gær. Fræbært hjá Danaveldi að taka svona skemmtilega við mér. Þetta er semsagt fyrsti og vonandi eini snjórinn hér í vetur. Gat ekki farið á fína hjólinu mínu í skólann, þurfti í staðinn að labba í slabbinu. Þetta verður farið eftir nokkra daga. Ég sem var farin að hlakka til að upplifa alvöru vor hérna. Það verður ágætt að sleppa við páskahret í apríl og kuldköst í maí.

ókí ég er farin að taka uppúr ferðatöskunni og pakka aftur ofaní aðeins minni tösku.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?