<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 27, 2004

Komin til Torino

Á ég að segja ykkur soldið fyndið? já ókey, flugið frá Köben til Milan tók 2 tíma. Akstur frá Milan til Torino tók 4 tíma! Já svakalega fyndið. Það var slys á hraðbrautinni rétt hjá Milanó svo við vorum pikkföst þar í klukkutíma. Ekki nóg með það, þegar við vorum búin að keyra í svona hálftíma þá komum við að öðru slysi svo við vorum aftur föst í klukkutíma. Úff það er víst hættulegt að keyra á 160 þótt það heiti hraðbraut.

Annars er ég nú bara aaalein akkúrat núna. Það var e-ð kræsis í búðinni hans Luca svo hann varð að hlaupa. En ég og ítalska MTV skemmtum okkur mjög vel hérna á meðan.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

minn vera lasinn í dag

Glatað, ég verð alltaf lasin þegar ég hef ekki tíma til þess...æ ætli maður hafi nokkurn tímann tíma til þess anyway. En ég er samt búin að ákveða að ég verði ekki lasin á morgun, sama hvað líkaminn hefur um það að segja. Tíhí ég ætla í skólann í fyrramálið og svo þarfég að fara í bæinn og versla og stússast og fara í bankann og bla bla bla. Soh, enginn tími til að liggja í bælinu. Svo er laaaaaangur dagur í skólanum á miðvikudaginn og flug til Torino á fimmtudaginn. Nóg að gera og enginn timi fyrir bakteríur.

Við Elín sitjum hérna heima hjá mér og erum að horfa á Grammy. Jeij, hvenær var það aftur?! Allavega, voða stuð, hmmm nú er það búið.

föstudagur, febrúar 20, 2004

jiii hvað ég er löt að skrifa! Ókei stikla á stóru:

- mamma kom í heimsókn, frá lau til þri. Það var alveg frábært. Við röltum í bænum og versluðum og vorum meira að segja svaka menningarlegar á sunnudeginum á fórum á listasafn (Glyptotekið) og á sýningu í DDC. Ég fékk svo mikið gott að borða, er búin að vera hálf vannærð hérna síðan um jólin. Fengum okkur krókódíl og kengúru á Reef n Beef, tíhí svaka stuð.

- síðustu daga er ég bara búin að vera í skólanum en það er auðvitað alltaf brjáluð stemmning þar, hehe og lenda óvart á djamminu. Það er líka gaman.

- helgin er að detta inn með öllu tilheyrandi svo ég verð að skella mér í sturtu núna og djammgallann. 2 partý á planlistanum og jafnvel opnunarpartý á Park.

- við Luca bókuðum miða á netinu í gær. Fer til Torino á fimmtudaginn! Jibbí!!

knúsípúúúús

mánudagur, febrúar 09, 2004

hellúúúúú ég er enn á lífi, svona rétt tæplega. Frekar erfið helgi, djö..er maður orðinn gamall eitthvað, meika ekki eina helgi lengur! Mamma kemur í heimsókn næstu helgi svo ég hef löglega afsökun fyrir að fara ekki á djammið, jess mar.

Föstudagurinn var svona frekar týpískur, enduðum á Stengade í góðum fíling. Nei annars endaði á Temple bar löngu eftir lokun. Það er hættulegt að þekkja fólk sem vinnur á bar, maður kemst aldrei heim til sín.

Þorrablótið var nú meiri snilldin. Skímó alveg að gera góða hluti, tíhí. Íslendingar er greinilega afskaplega skemmtilegir í hófi....eða gjörsamlega óhófi, það hefur aldrei verið drukkinn jafn mikill bjór í Christianiu....bla bla ég er svooooo svöng, nennir einhver að koma og gefa mér að borða?!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Það er blessuð blíðan

Já svona getur veðrið líka breyst skemmtilega hérna eins og heima. Eftir leiðindafrost síðustu vikur er barasta komin 10°C hiti! Ja ég átti nú ekki von á þessu þegar ég klæddi mig í 3 peysur og gammosíur og hoppaði á hjólið í morgun. Og þetta leiðindarok blés í bandvitlausa átt og gerði þetta að svaka work-outi. Fúff púff.

Mér varð hugsað til litlu sætu sysur minnar í dag og ákvað að fara inn í Toys R Us og kaupa litla Bratz dúkku handa henni. Allt í lagi með það en þegar ég var að borga spurði strákurinn á kassanum ósköp sakleysislega: "Er det en gave?" öööh neeih ég var sko bara að klára prófin og ákvað að splæsa á mig einni í safnið. Tíhíhí

Já prófin sko búin, vúbbírúbbídúúú.....

mánudagur, febrúar 02, 2004

búbbírúbbírúúúú......ég hef nákvæmlega ekkert skemmtilegt að segja. Ég er komin á síðasta stigið í prófferlinu. Nett kæruleysi fyrir síðasta prófið og komin með aulahúmor dauðans. Ég þarf að passa mig að koma ekki mjög nálægt non-prófafólki því þau virðast ekki skilja mig og mína fyndni. Sara fer aldrei í próf, hún er í e-u afskaplega þægilegu fagi, þar sem ég sé hana aldrei læra og hún þarf víst heldur ekki að mæta í tíma. hmmmm

Ég verða að viðurkenna, ég svindlaði pínu á föstudaginn og fór á Templebar með Söru og Sofie. Baaaaaaara einn bjór...það var semsagt planið. Staðreyndirnar skipta ekki máli ehehe.

Þá er komið þétt plan fyrir þessa örfáu frídaga:

-Á miðvikudaginn verður reynt við einhvers konar prófloka fögnuð...en þeir eiga það til að enda í vitleysu.
-Á fimmtudaginn er ég búin að bjóðast til að hjálpa Elínu að flytja, stuðið við það veltur á vitleysunni á miðvikudeginum.
-Á föstudaginn er re-opnun biobarsins eftir próf og þar verða án efa einhverjir snillingar.
-Á laugardaginn er ég að fara á skauta með fólki úr bekknum, þetta er ein af þessum uppákomum sem þau skipuleggja vel og vandlega með mánaðarfyrirvara.
-Á laugardagskvöldið, þorrablót Íslendingafélagsins, Skítamórall leikur fyrir dansi, vááá
-Á sunnudaginn.....slappa af fyrir næstu önn sem byrjar á mánudaginn...

knúsípús

This page is powered by Blogger. Isn't yours?