<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 27, 2004

ííííík ég er búin að vera svo löt að skrifa. Ég fór beint í prófvitleysu þegar ég kom heim frá Ítalíu og var bara að klára það síðasta föstudag. Blöh.

Jeij gaman hjá mér núna, mér finnst ég búin að vera stanslaust í prófum síðan eftir jól en núna verður svaka ísí. Bara eitt fag, BioKemi, og ekkert próf fyrr en í lok júní. Vei bara 10 tímar á viku!! Ég þarf að drífa mig að fá vinnu núna á meðan ekkert er að gera. Get voða lítið unnið í sumar. Hei já ég er víst komin á vaktaplanið hjá Reef n Beef en Mike er ekkert búinn að segja mér að ég sé komin með vinnu. Hehehe já ég sko heimalingur þarna, þekki alla með nafni! neeeeeeh tíhí Elín er að vinna þarna svo ég er alltaf að hitta þetta lið á djamminu. Fékk ekki vinnuna á Hard Rock því ég asnaðist til að vera heiðarleg og sagðist ekki ætla að vera á landinu í ágúst. Já borgar sig ekki að segja satt...

Núna er heimsóknartörn að byrja. Þórunn kemur á fimmtudaginn. Víííííí það verður bara djammað og verslað og djammað.

Svo kemur næstum öll familían í næstu viku, mamma, pabbi og Andrea frá Íslandi og Sara kemur frá Englandi. Greyið Bjössi fær ekki að koma með, allt of margir stigar í húsinu mínu :o( frekar leiðinlegt, en ég sé hann í júní þegar ég fer í heimsókn til Íslands.

íííík svo kemur Harpa í byrjun júlí. Hún og Helgi verða hér í aaaallt sumar. Vá það verður svo gaman hjá okkur.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska!!! Buona pasqua!!!

Svaka stuð hjá okkur í súkkulaðiáti. Ég faldi öll eggin okkar Luca, fengum sko 4. Díí Luca er geðveikt lélegur leitari. úffff borðaði engan morgunmat, bara súkkulaði, áii mér er illt í maganum. Núna er ég hætt, mig langar í góðan páskamat. Við þurfum að ákveða okkur núna hvað við viljum gera, ýmislegt í boði. Fara uppí fjall og hitta foreldrana hans og fá gott að borða, fara til ömmu hans og afa, þar sem eru fleiri ættingjar og gott að borða, fara niðrá strönd og hitti vini eða fara uppí fjall á skíði með öðrum vinum......hmmmm en við erum svo löt ætli það endi ekki bara með því að við höngum hér í Torino og förum út að borða....

föstudagur, apríl 09, 2004

Komin til Torino

Já þá er ég komin hingað aftur. Ég er að reyna að læra þar sem Luca er í vinnunni í dag. Ekkert sérstaklega gaman. Í gær var æðislegt veður, 20°C hiti og glampandi sól, svo ég sat bara úti á svölum með efnafræðibókina mína! mmmm. En núna er rigning svo ég þarf að hanga inni.

Í gærkvöldi fórum við svo út að borða með foreldrum hans Luca á einhvern nýjan stað. Ég fékk mér þessa svaka steik og ég held ég verði alla næstu viku að melta hana....Ég borða eiginlega aldrei kjöt í Danmörku...nema í skinkuformi ofan á pizzu tíhí.

Ætli við kíkjum ekki aðeins á næturlífið hér í Torino í kvöld. Hér er allt opið þótt það sé föstudagurinn langi. Opnar ekki á miðnætti heima á Íslandi? Eini frídagurinn hérna er annar í páskum, það er nú varla hægt að telja páskadag með, því hann auðvitað sunnudagur.

Annar í páskum er pikk-nikk dagur...vona að það verði veður eins og í gær en ekki rigning ehehe. Kannski við förum niðrað sjó...það er víst aðeins betra veður þar...

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Detta mér allar dauðar lýs úr höfði.......haldiði ekki að það sé barasta byrjað að snjóa hér í Kóngsins København.....hmmm best að tékka á veðrinu í Torino.....nei sko 18°C...hahahahaha
Mér finnst rigningin góóóóð...

oh það er svo ömurlegt að hjóla í rigningu. Ég er alveg rennandi blaut. Eg er ekki með neitt afturbretti svo það skvettist upp á bak ef ég næ ekki að svinga framhjá pollunum. Svo þarf ég að gefa vel í svo strætó nái mér ekki og drekki mér í pollavatni. En mér er aaaaaalveg sama!! Því ég er búin með fyrirlesturinn og komin í páskafrí og ÉG ER AÐ FARA TIL ÍTALÍU Á MORGUN!!! veiii gaman hjá mér.

Ég er farin að pakka og taka til. Vil ekki skilja allt eftir í drasli fyrir Söru þegar hún kemur heim frá Berlín.

sunnudagur, apríl 04, 2004

jii dúdda mía. Það er ekkert lát á duglegheitunum. Var í 10 tíma uppí skóla í dag að vinna með hópnum mínum! Geispi geisp.
Í gær fór ég með Gussu, Hrefnu og Öglu og fleiri Íslendingum á Ideal Bar. Ætluðum á Vega en meikuðum ekki röðina. Hmmm engir skemmtilegir skandalar eftir kvöldið. Óheppnin eltir reyndar Gussu og nýja flotta hjólið hennar á röndum. Þegar við komum út af Ideal Bar var barasta sprungið annað dekkið. Og nýbúið að stela hinu dekkinu og alltí volli hjá greyinu. Díí við vorum ekkert smá duglegar að hjóla í gær. Hjóluðum fyrst til Svanemöllen til Öglu og svo aaalveg í hina áttina út á Vesterbro...og svo heim á Norrebro. Fúff ég hef örugglega hjólað af mér allan bjórinn sem ég drakk, rosa sniðugt.

Hjálp ég er alein heima og 6th Sence í sjónvarpinu, íííííík

laugardagur, apríl 03, 2004

Vá hvað ég er dugleg, ég fór í skólann klukkan tíu á laugardegi! Ótrúlegt hvað það tekur alltaf langan tíma að gera þetta hópverkefni, kannski ekkert svo skrýtið þar sem einn gaurinn er kontról-frík og heimtar að allt sé gert saman svo hann geti skilið allt sem hinir eru að skrifa, svo krotar hann bara stanslaust sín blessuðu plön á töfluna og við komum engu í verk því hann er svo mikið að skipuleggja svo það er enginn tími eftir í vinnu. Úff erfitt lið. Annar gaur er svo hrikalega vitlaus svo það er ekkert gagn að honum.

Tíhí ég lét krakkana í hópnum mínum "hlaupa apríl" um daginn. Ég fór í lyftunni upp á 3.hæð og labbaði svo upp stigann á 4.hæð. Sendi þeim svo sms um að ég væri föst í lyftunni og þau komu hlaupandi til að bjarga mér. Hahaha svo stóð ég bara bakvið hurð og hló að þeim tíhíhíhí.

Í gær var ég að skoða íbúðir með Elínu. Löbbuðum út um allt í hávaða roki og skítakulda, skemmtilegt. Erum ekki enn komin með íbúð en þetta kemur, það dettur eitthvað frábært upp í hendurnar á okkur bráðum. Ég er viss um það.

Í kvöld ætla ég að gera eitthvað sniðugt. Ég þarf að bíða eftir að Luca er búinn að vinna svo við getum pantað flug á netinu. Blessaður drengurinn getur ekki gert þetta einn. Tíhí, svo ætla ég að fara niðrí bæ að hitta Gussu og félaga en þær eru líklega þegar orðnar hressar. Eru sko með gesti og þið vitið hvernig það er.

Annars er ég bara alein heima núna. Sara fór til Berlínar í dag, einhver skyndiákvörðun hjá henni. Þannig ef einhver vill koma í heimsókn núna þá er það guðvelkomið, tíhí.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Ég lifði af þetta blessaða próf. Svo tók ég mér ágætis frí og er búin að vera að fagna í heila viku. Víííí gaman. Fór á tónleika með Elínu að sjá vini hennar spila. "Fat Fingers", skemmtilegt nafn á hljómsveit. Hmmm já svo bara þetta venjulega. Fara á pöbb og drekka bjór. Maður verður aldrei þreyttur á því, tíhí. Gussa hösstlaði 3 Ítala á Robert´s kaffi svo við fórum 4 með henni, allar á föstu, til að tékka á sæta gaurnum. En nú er hann bara farin til Svíþjóðar, ææ ekki gott fyrir Gussu. En við erum alltaf á Robert´s kaffi svo kannski draumprinsinn birtist þar á endanum.

Á þriðjudaginn fór ég alla leið til Hillerød. Hálftími í lest er nú alveg slatti fyrir miðbæjarrottu. Þetta er rosa sætur bær, allavega það sem ég sá af honum...en það var nú bara hálf gata. Háskólinn er með rannsóknarstöð alveg við Frederiksborg slotssø og þar er kastali frá 17.öld. Við fórum á litlum árabát mitt út á vatnið og gerðum allskonar mælingar og tókum sýni. Svo verður úr þessu svaka ritgerð og fyrirlestur næsta þriðjudag.

Nóg að gera. Svo ég verð líklega bara heima að læra alla helgina ehehe...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?